loftgaedi.is - Loftgæðaupplýsingakerfi

Example domain paragraphs

Í töflunni hér að neðan eru settar fram upplýsingar um viðbrögð við mismunandi styrk brennisteinsdíoxíðs (SO 2 ). Til að framsetning sé sem einföldust eru settir fram litir sem lýsa áhrifum loftmengunar við mismunandi styrk. Hver litur gefur til kynna möguleg heilsufarsáhrif hjá bæði heilbrigðum einstaklingum en einnig viðkvæmum hópum, svo sem börnum og fólki með undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Litirnir í töflunni eiga við um litakóða inn á loftgæði.is en lýsingar og ráðleggingar í töflunni eiga

Ráðleggingarnar miða við að aðeins sé dvalið í 10-15 mínútur í loftmenguninni. Sé dvölin lengri má búast við meiri heilsufarsáhrifum. Tilgangur þessara leiðbeininga er m.a. að tryggja að dagleg starfsemi geti gengið sinn vanagang, eins og frekast er unnt, en lágmarka eins og mögulegt er áhrif SO 2 á heilsu fólks.

Mest af SO 2 sem berst í efri öndunarveg líkamans frásogast þar í gegnum slímhúðina. Þar umbreytist það í lifrinni og skolast út með þvagi. Mjög lítið safnast fyrir í líkamanum og skaða á innri líffærum hefur ekki verið lýst. Einnig framleiða bakteríur í nefi og koki ýmis efni sem binda SO 2 og gera það óvirkt. Þegar mengun er yfir heilsuverndarmörkum er því mikilvægt að anda rólega í gegnum nefið og forðast áreynslu. Börn eiga ekki að sofa úti í vagni þegar SO 2 mengun er viðvarandi eða á meðan mengunartop

Links to loftgaedi.is (14)