bowenskoli.is - Bowentækni Skóli Íslands – Nám í Bowen

Example domain paragraphs

Í Bowenmeðferð eru notaðar léttar, rúllandi hreyfingar. Þær hafa áhrif á mjúkvefina sem aftur senda merki til heilans. Það er orðið viðurkennt í vísindum 21. aldarinnar að Bowenmeðferð stuðlar að jafnvægi líkamans þó að hún sé algjörlega laus við nudd eða þvingaða meðhöndlun.

Hvernig fer meðferðin fram?

Hvert skipti tekur um það bil 60 mínútur. Meðferð hefst eftir viðtal hjá meðferðaraðilanum þínum og samanstendur af sérhæfðum, léttum, rúllandi hreyfingum yfir mjúkvefjum líkamans og það má vera í fötum. Ákveðin gerð af hléum eru hluti af meðferðinni. Meðferðarþeginn hvílist á meðan á þeim stendur og líkaminn fær tækifæri til að ná nýju jafnvægi. Venjulega finna meðferðarþegar samstundis mun til batnaðar. Flestir sýna svörun innan 48 klst.