leikskolar.is - Skóla- og frístundasvið | Reykjavik

Description: Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða skóla- og frístundaþjónustu í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, skólahljómsveitum og fleiri stofnunum í öllum hverfum borgarinnar. Undir sviðið heyra um 160 vinnustaðir þar sem um 5.500 manns eru að störfum. 

Example domain paragraphs

Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða skóla- og frístundaþjónustu í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, skólahljómsveitum og fleiri stofnunum í öllum hverfum borgarinnar. 

Allt faglegt starf í uppeldi og menntun barna og ungmenna byggir á menntastefnu Reykjavíkurborgar; Látum draumana rætast.  Stefnan grundvallast á grunnstefjum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að menntun barns skuli beinast að því að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu þess. Tilgangurinn er að búa börn undir að lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, gagnkvæmrar virðingar, mannréttinda og vinsemdar.

Í kraftmiklu og framsæknu skóla- og frístundastarfi er unnið að því að börn og unglingar öðlist menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag.